sálfræðingur
Arnar Ingi Friðriksson
Arnar Ingi er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Arnar hefur sérhæft sig í gagnreyndum meðferðum við kvíðaröskunum, þunglyndi, áráttu- og þráhyggjurröskun og áfallastreituröskun og vinnur undir handleiðslu erlendra og íslenskra sérfræðinga. Arnar styðs fyrst og fremst við HAM (hugræn atferlismeðferð) en einnig ACT (acceptance and commitment therapy) og PE (prolonged exposure) - allt eftir þörfum hvers og eins. Arnar veitir viðtöl á dagvinnutíma, á kvöldin og um helgar.