Arnar Ingi Friðriksson sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Arnar Ingi Friðriksson

Arnar Ingi er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Arnar hefur sérhæft sig í gagnreyndum meðferðum við kvíðaröskunum, þunglyndi, áráttu- og þráhyggjurröskun og áfallastreituröskun og vinnur undir handleiðslu erlendra og íslenskra sérfræðinga. Arnar styðs fyrst og fremst við HAM (hugræn atferlismeðferð) en einnig ACT (acceptance and commitment therapy) og PE (prolonged exposure) - allt eftir þörfum hvers og eins. Arnar veitir viðtöl á dagvinnutíma, á kvöldin og um helgar.

Sérfræði- og áhugasvið

Arnar Ingi beitir aðeins gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð við sálrænum vanda. Hann hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við
kvíða (m.a. félagskvíða, almennan kvíða og ofsakvíða), áráttu- og þráhyggju, þunglyndi, streitu/kulnun og þá sem hafa gengið í gegnum áföll. Einnig hefur hann áhuga á að aðstoða einstaklinga með samskipta- og reiðivanda og lágt sjálfsmat.

Menntun og starfsreynsla

Arnar Ingi lauk meistaragráðu úr klínískri sálfræði vorið 2016 og hlaut starfsréttindi sama ár. Arnar hefur unnið sem sálfræðingur hjá Mín líðan frá 2022 þar sem hann sinnir sálfræðilegu mati, greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá ungu fólki og fullorðnum í gegnum fjarviðtöl. Hann hefur starfað í Svíþjóð sem sálfræðingur hjá Sund Psykologi i Lund frá árinu 2024 þar sem hann sinnir sálfræðilegu mati, greiningu og meðferð hjá fullorðnum einstaklingum. Áður starfaði hann sem sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þar sem hann sinnti greiningu og meðferð við kvíða, þunglyndi og öðrum tilfinningavanda. Þar áður starfaði hann sem skólasálfræðingur á Fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar.

Endurmenntun er mikilvægur hluti af starfi sálfræðings og leitast Arnar Ingi við að sækja reglulega ráðstefnur, námskeið, vinnustofur og aðra fræðslu til sérfræðinga í faginu til að viðhalda þekkingu sinni og færni.

Rannsóknir

  • Cognitive Function and Social Cognition in Young First-Episode Psychosis Patients
  • The Impact of Optimism and Pessimism on the Creation of False Memories: Gender Differences

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Arnar Inga með því að senda tölvupóst á arnar@minlidan.is.